Skilmálar

Upplýsingar um seljanda

Dauðitíminn ehf
Kt. 441119-0620
VSK númer: 136106
Stapasíða 18
603 Akureyri
reidhjolaskra hja reidhjolaskra.is

Verð

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur. Reiðhjólaskrá.is áskilur sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.
Verð á vörum hjá Reiðhjólaskrá.is eru öll birt með vsk.

Afhendingarmáti

Ef límmiðar eru sendir samdægurs með Íslandspósti ef mögulegt er (næst fyrir lokun) en annars næsta virka dag. Skv. Íslandspósti er afending sendinga 1-3 virkir dagar.
Athugið að ekki er póstlagt á laugardögum og sunnudögum eða hátíðardögum (rauðir dagar).
Pantanir eru sendar til kaupanda með Íslandspósti og sendingakostnaður er gefinn upp í pöntunarferlinu.

Vöruskilmálar

Finnist galli í vörum hjá Reiðhjólaskrá.is er boðið upp á að skila vörunni ónotaðri í upprunalegum umbúðum og ný vara boðin í staðinn eða endurgreiðsla.
Einnig má skila vöru hafi hún ekki verið notuð og umbúðir óskemmdar innan 14 daga (skv. neytendalögum). Í slíkum tilvikum er sendingakostnaður þó ekki endurgreiddur.
Í öllum tilvikum biðjum við um að haft sé samband við okkur ef varan stenst ekki væntingar. Við munum að fremsta megni reyna að leysa úr ágreinngsmálum eins fljótt og auðið er.

Greiðsluupplýsingar

Gengið er frá greiðslu fyrir vörur í gegnum greiðslusíðu Borgunar.
Hægt er að greiða með debetkorti eða kreditkorti.
Að pöntun lokinni fær viðskiptavinur kvittun og staðfestingu pöntunar senda á netfang sitt.
Ef um stórar pantanir er um að ræða má hafa samband í pósti eða síma og ræða aðra greiðslu- og afhendingarskilmála.
Ef svo óheppilega vill til að varan sé ekki til á lager eða ekki til hjá birgja verður viðskiptavin boðið að velja sér aðra tegund af sömu vöru eða endurgreiðslu.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Komi til ágreinings vegna hans skal hann rekinn fyrir Héraðsdómi Norðurlands

Trúnaður

Reiðhjólaskrá.is (Dauðitíminn ehf) heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Sendingar úr kerfi Reiðhjólaskrá.is kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.